Sprungukort af jöklum

Ferðaklúbburinn 4×4 og aðrir hagsmunaaðilar hafa unnið að verkefni sem felst í að auka öryggi á  ferðalögum á jöklum.  Á heimasíðu Landsbjargar sem heitir Safetravel.is og þar undir útivist eru atriði sem nauðsynlegt er að huga að, fyrir ferðalög á jöklum. Einnig eru þar kort sem sýna sprungusvæði á jöklum. Markmiðið með þeim er að auka öryggi ferðalanga á jöklum.

Nú þegar eru komin sprungukort af Snæfellsjökli og Langjökli, sprungukort af  Vatnajökli væntanlegt síðar í febrúar 2011. Á kortunum eru línur sem sína flekaskil og eru til að átta sig á hvernig sprungur liggja, varast skal að rugla þessu við ferla eða ferðaleiðir á jöklum, þær koma væntanlega síðar.

Þessi vinna er rétt að hefjast og stefnt er að því að kortleggja sprungur á öllum helstu jöklum sem ferðast er um.

Kortin verða endurskoðuð reglulega og því nauðsynlegt að vera alltaf með  nýjasta kortið hverju sinni.

Allar varúðaráðstafanir skal viðhafa þegar ferðast er á jöklum. Þessi kort eru fyrsta útgáfa og eru aðeins til viðmiðunar og sprungur geta leynst á svæðum sem talin eru sprungulaus.

Ef þið sjáið eða þekkið sprungur eða aðrar hættur sem ekki eru inná kortunum, þá endilega komið ábendingum um það á Snævarr Guðmundsson snaevarr@mmedia.is sem sér um kortlagninguna og   Jónas Guðmundsson jonas@landsbjorg.is. verkefnisstjóra hjá Landsbjörgu.

Athugið að ennþá virka kortin ekki á nokkrar tegundir tækja, stundum kölluð bátatæki t.d. Garmin 162,172,182, 525.  Unnið er að lausn.

Vonum að þetta verið til auka ánægju og öryggi ykkar á jöklaferðum.

Sjá meira hér á vef Savetravel.