Skálareglur

Velkomin í Setrið, skála Ferðaklúbbsins 4×4. Netfang f4x4@f4x4.is.

  • Þeim sem hafa pantað gistipláss hjá skálanefnd skal bent á að bókað er í skálann meðan húsrúm leyfir. Engin trygging er þess vegna fyrir því að gestahópur sé með skálann út af fyrir sig þó pöntuð hafi verið gisting.
  • Rekstur skálans er fjármagnaður með gistigjöldum en sjálfboðaliðar sjá um að flytja öll aðföng, gas, olíu o.fl.
  • Í því tilfelli að Skálavörður sé í skálanum getur hann tekið við greiðslu fyrir gistingu. Að öðrum kosti skal gisting greidd beint inn á reikning félagsins. Gefa þarf upp fjölda gesta og kennitölu greiðanda. Allar greiðsluupplýsingar eru gefnar upp á heimasíðu félagsins www.f4x4.is Gjald fyrir notkun skálans er eftirfarandi:

Skálagjöld

  • Félagsmenn                                        2.500 kr.
  • Utanfélagsmenn                                7.500 kr.
  • Frítt fyrir öll börn 0-16 ára.
  • Hægt er að leggja inná reikning skálanefndar.
  • Kennitala: 701089-1549
  • Reikningur 0133-26-024444
  • Ath.  Sá sem pantar skálann er ábyrgur fyrir greiðslu á skálagjöldum allra sem gista og verður stofnuð krafa á hann í heimabanka hafi ekki verið greitt innan viku frá gistingu.
  • Halda ber þá reglu að svefnfriður sé frá kl. 24:00 – 07:00
  • Reykingar eru stranglega bannaðar innandyra
  • Ofneysla áfengis getur valdið brottvísun úr skálanum
  • Loftræstið vel þegar skipt er um gaskút. Farið varlega með eld og slökkvið á gasi áður en lagst er til svefns. Gætið þess að eyða ekki gasi og olíu að óþörfu. Vinsamlegast látið skrifstofu eða skálanefnd vita ef eitthvað vantar.
  • Kynnið ykkur staðsetningu slökkvitækja og flóttaleiðir úr skálanum.
  • Þegar skálinn er yfirgefinn skal hann þrifinn, slökkt á ljósavél og kamínu, látið renna á olíutanka þeirra og ganga tryggilega frá hurðum og gluggum.
  • Vinsamlegast takið með ykkur allt sorp því sorphirða er ekki á staðnum
  • Óheimilt er að hafa hunda eða önnur gæludýr innan dyra
  • Gætið þess þegar farið er frá skálanum að slökkva fyrst á ljósavél og ganga síðan úr skugga um að vatnsleiðslur og klósett vatnstæmi sig. Þetta á sérstaklega við um vetrarvist í skálanum.