Skrifstofa félagsins tekur á móti öllum skráningum um gistingu í Setrinu, hvort sem er af þessu skráningarformi, gegnum síma eða gegnum tölvupóst. Eðlilegast er þegar nefndir taka frá Setrið vegna vinnuferða eða hópferða á vegum klúbbsins að það sé gert með tölvupósti til skrifstofu og einnig til Skálanefndar. Almenna reglan er að þegar nefndir taka Setrið frá vegna hópferðar þá er allt pláss tekið frá og Setrið bókast sem fullt. Upplýsingar um skráningu eru skráðar í eitt sameiginlegt dagatal sem skrifstofa og Skálnefnd hafa aðgang að ( google calender) og þar eru skráðar upplýsingar um pantanir ásamt fjölda og hver sé ábyrgðaraðili. Skrifstofan ein hefur les og skrif aðgang en aðrir hafa bara lesaðgang að þessu dagatali.
Reglan er að einn aðili er ábyrgur fyrir leigupöntun á Setrinu og er sá aðili ábyrgur fyrir að greiða til félagsins gistigjald fyrir allan sinn hóp. Skrifstofan sér um að innheimtu annaðhvort með því að láta millifæra til félagsins, eða þá að senda greiðsluseðil til ábyrgðaraðila.
Skálnefnd sér um að opna og loka Setrinu fyrir og eftir leigutíma. Sá sem er ábyrgur fyrir leigunni er upplýstur um símanúmer skálanefndar og skal hann hringja með góðum fyrirvara og láta vita um að óskað er opnunar á Setrinu og einnig að láta Skálanefnd vita að óhætt er að loka þegar hópurinn er tilbúinn til brottfarar úr Setrinu.
Sími skálanefndar er 844 5010.
Það gerist stundum að óvæntar beiðni kemur um gistingu ( menn á ferðinni og vilja gista) og er þá haft beint samband við Skálanefnd sem sér um opnun og lokun og lætur skrifstofuna vita um ábyrgðaraðila ( nafn og símanúmer viðkomandi aðila). Skrifstofa sér um að hringja og afla upplýsingar til að geta sinnt innheimtu leigugjalda.
Nafn
Kennitala
Tölvupóstur
GSM númer
Dagsetning komu Dagsetning brottfarar Fjöldi gistinótta
Athugasemd
Staðfesti að upplýsingarnar eru rétt skráðar
Notendanafn eða netfang *
Lykilorð *
Muna eftir mér Innskráning
Týnt lykilorð?