Reglur þátttakenda í ferðum

1) Öllum félagsmönnum er heimil þátttaka í ferðum á vegum klúbbsins.

2) Nýliðum sem ekki eru félagsmenn er heimilt að taka þátt í einni nýliðaferð til kynningar.

3) Þátttakendur í ferðum skipulögðum og auglýstum í nafni Ferðaklúbbsins 4×4, ferðast alfarið á eigin ábyrgð og ber klúbburinn á engan hátt ábyrgð á nokkru því tjóni sem þátttakendur kunna að verða fyrir í ferðunum.

4) Þátttakendur í ferðum, skipulögðum og auglýstum í nafni Ferðaklúbbsins 4×4, bera alfarið ábyrgð á tjóni sem þeir kunna valda s.s. á skálum eða öðru.

5) Þátttakendur skulu hlýta skálareglum og sýna samferðarmönnum sínum tillitssemi.

6) Þátttakendur skulu hlýta þeim reglum sem Ferðanefnd setur í ferðum, s.s. varðandi búnað bifreiða o.fl.

7) Ef skilja þarf ökutæki eftir eða fá aðstoð björgunarsveita eða annarra við björgun ökutækis og/eða farþega ber eigandi/ökumaður ökutækisins einn ábyrgð á þeim kostnaði sem af því hlýst.

8) Þátttakendur skulu í einu og öllu sýna landinu og náttúrunni virðingu og gæta þess að fylgja lögum um bann við utanvegaakstri og haga sér á allan hátt þannig að engin spjöll verði á náttúru landsins.

9) Séu þátttakendur ósáttir við ákvarðanir fararstjóra við skipulagningu ferðarinnar geta þeir skotið máli sínu til ferðanefndar

Sérreglur vegna stórferða.

A) Hver hópur sem skráir sig í stórferð skal vera fullkomlega sjálfbjarga og óháður stuðningi annarra hópa..

B) Hver hópur skal tilnefna einn hópstjóra sem er tengiliður við fararstjóra.

C) Hópstjóri ber ábyrgð á að tilkynna fararstjóra allar stærri ákvarðanir hóps þar með talið að láta vita ákveði hópurinn að snúa við eða hætta ferð, breyta leiðarvali eða gististað

D) Hópstjóri ber ábyrgð á sínum hóp og á að hafa vald til að taka ákvarðanir fyrir hópinn í heild.

25. febrúar 2015
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4

PDF útgáfa af skjalinu fyrir Reglur þátttakenda í ferðum