Ferðafrelsi

Eitt af stærstu hagsmunamálum Ferðaklúbbsins 4×4 er ferðafrelsi með ábyrgri ferðamennsku.

Stjórnvöld hafa undanfarið þrengt að ferðafrelsi jeppamanna. Slóðum og stórum landssvæðum hefur verið lokað fyrir jeppaumferð jafnvel þótt ummerki um jeppaferðir séu engin til skemmri eða lengri tíma (á jöklum) og þrátt fyrir að löng hefð sé komin fyrir notkun leiða, sem hefur nú verið lokað, eins og til dæmis um Vonarskarð.

Þetta gerist á sama tíma og viðurkennt er að það er fyrst og fremst mikilli vinnu Ferðaklúbbsins 4×4 við stikun, upplýsingagjöf um afleiðingar utanvegaaksturs og með vinnu með málefnið innan klúbbsins sem tekist hefur nær fullkomlega að koma í veg fyrir utanvegaakstur jeppamanna, í seinni tíð.

Ferðaklúbburinn 4×4 tekur þátt í samstarfi fjölmargra hagsmunaaðila um þetta efni og er stöðugt á vaktinni að fylgjast með umræðunni.

Meðal annars tók klúbburinn þátt í vinnslu á vef http://www.ferdafrelsi.is/ sem er reyndar ekki lengur í loftinu.

Á ferðafrelsi.is var öll upplýsingagjöf og skjölun vinnu fyrir þetta baráttumál klúbbsins.

Eftirtaldir aðilar stóðu að ferðafrelsi.is:

Ferðaklúbburinn 4×4
Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir
Fjallajeppar (Stál og stansar)
Garmin á íslandi

Iceland on track
Landsamband hestamanna
Óbyggðaferðir
South Iceland Adventure

Skotreyn
Skotveiðifélag Íslands
Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík