Jeppadeild Útivistar í góðri ferð
Helgina 16. til 18. febrúar fór stóð Jeppadeild Útivistar fyrir frábærri ferð. Farið var í Jökulheima á föstudagskvöldinu og inn að Setri og í Kerlingafjöll á laugardeginum. Lögð höfðu verið drög að því að þvera Langjökul á sunnudeginum, en ákveðið var að fara Kjalveg suðurúr vegna lélegs skyggnis.