Kæri meðlimur í Ferðaklúbbnum 4×4
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna þér að Olís hefur gert samning við Ferðaklúbbinn 4×4 og munu klúbbmeðlimir hér eftir njóta einstakra afsláttarkjara á stöðvum Olís og ÓB.
Sérkjör meðlima Ferðaklúbbsins 4×4:
- 19 króna afsláttur af eldsneytislítranum á öllum stöðvum Olís og ÓB, nema þeim átta sem alltaf bjóða fast lágt verð án annarra afsláttarkjara, og eru Arnarsmári, Borgarnes, Bæjarlind, Fjarðarkaup, Hamraborg, Hlíðarbraut Akureyri, Selfoss og Skúlagata.
- 10–15% afsláttur af veitingum á þjónustustöðvum Olís
- 20–25% afsláttur af bílavörum á þjónustustöðvum Olís
Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um Olís/ÓB-lykil og skrifa
4×4 í reitinn „Hópur“. Ferlið er útskýrt hér að neðan.
Svona sækirðu um lykil:
- Þú ferð inn á lykilumsóknarferlið hér.
- Fyllir út allar upplýsingar.
- Í reitinn „Hópur“ skrifarðu 4×4
- Velur síðan „Sækja um“ til að staðfesta.
Hér má sjá stutt myndband sem sýnir umsóknarferlið á einfaldan hátt.
Að nokkrum dögum liðnum færðu sendan lykil á heimilisfang með upplýsingum um hvernig þú virkjar hann. Ef upp koma vandamál er velkomið að hringja í kortadeild Olís í síma 515 1000.
Við hvetjum þig til að sækja um lykil og njóta þessara góðu kjara.
Hlökkum til að sjá þig.
Starfsfólk Olís og ÓB