
- This event has passed.
Litlanefnd októberfer
19.10.2024 @ 08:00 - 17:00
Laugardaginn 19 október stendur Litlanefnd Ferðaklúbbsins 4×4 fyrir ferð. Þá gefst fólki tækifæri til að reyna sig og sinn jeppa í akstri á krefjandi jeppaslóðum. Með í för verða reyndir jeppamenn á öflugum bílum.
Þessi ferð er opin fyrir alla sem eru á jeppa, breyttum frá 31 til 35″ með hátt og lágt drif og gert er ráð fyrir að allavega einn í bíl sé meðlimur í Ferðaklúbbi 4×4. Þátttakendur þurfa að koma á jeppa í góðu lagi, með gott grip á dekkjum með nægilegt eldsneyti. Einnig þarf fólk að vera vel útbúið til útiveru, í góðum skóm og skjólfatnaði og með nesti til dagsins.
Mæting við Olís í Mosfellsbæ kl 9:00. Lagt verður af stað kl. 9:30 og komið heim síðdegis sama dag. Að þessu sinni er stefnan tekin á Mosfellsheiði.
ATH. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækjum og öllum bilunum eða óhöppum sem geta komið upp á.
sjá nánar á facebook síðu litlanefnd f4x4
Mbk kveðjum Litlanefnd.