
- This event has passed.
Árshátíðarnefnd: Árshátíð F4x4 á Bifröst
09.11.2024
Sælt Félagsfólk
Árshátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin hátíðleg þann 9.nóvember 2024 á Hótel Bifröst í Borgarfirði og hefst hún með fordrykk kl 18,30.
Á árshátíðinni verður boðið upp á þriggjarétta kvöldverð:
Forréttir af hlaðborði: Reyktur og Grafinn lax, Villibráðapate, Rauðbeðusalat.
Aðalréttir af hlaðborði, skorinn af matreiðslumanninum fyrir hvern gest: Heilsteikt Lambafillet, Kjúklingabringur, grænmetisréttur og meðlæti með vali af villisveppasósu og Bláberjasósu.
Úrval eftirrétta af hlaðborði og kaffi.
Verð:
Árshátíðarmiði: 9.900 kr/mann
Gisting í 2 manna herbergi: 18.900 kr/herbergi
Gisting í 3 manna herbergi: 27.850 kr/herbergi
Rúta fram og til baka: 4500 kr/mann
Innifalið í gistingunni er gistinóttin 9-10 nóvember á fallegu hóteli og morgunmatur.
Boðið er upp á check-in á hótelinu klukkan 14:00
Hafið fljótar hendur því gisting er í takmörkuðu magni!
Sjáumst svo í sturlaðri stemningu á Bifröst 9.nóvember klukkan 18:30 og skemmtum okkur fram eftir kvöldi! 😀 Frekari dagskrá fyrir kvöldið kemur seinna