Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

F4x4 Suðurlandsdeild: Spottar & Spil & Jeppasýning

03.09.2024 @ 19:00 - 21:00

Þriðjudagskvöldið 3. september 2024 kl.19 verður fyrsti félagsfundur Suðurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4×4 haldinn.
Að þessu sinni fengum við heimboð til Ísfells í Þorlákshöfn.
Fundurinn ber vinnuheitið Spottar og spil
Eins og nafnið bendir til ætlum við að fræðast um og ræða dráttartóg og spilvíra/dynex þetta kvöld. Förum yfir atriði eins og í hvað má festa, er betra að rykkja eða draga hægt, öryggisatriði við drátt á bílum við mismunandi aðstæður og fjölmargt fleira sem þarf að hafa í huga til að forðast tjón á bílum og slys á fólki.

Við erum komin með öflugt gengi frá Ísfelli sem ætlar að kenna okkur að splæsa enda á spottum. Ef þið eigið spotta, komið þá endilega með hann og látið meta ástand og fáið aðstoð við að gera lykkju á endann. Ef þið eigið ekki spotta eða viljið endurnýja þá verður Ísfell með flott tilboð á völdum vörum fyrir okkur þetta kvöld, m.a. á teygjuspotta. Upplýsingar um tilboðsvörur þetta kvöld koma inn á fb viðburð á síðu Suðurlandsdeildar þegar nær dregur.
Þegar tveir jeppar koma saman, þá er hátíð! Tala nú ekki um þegar þeir eru farnir að skipta tugum! Litla veislan!
Við hvetjum alla til að bóna fákana og mæta á þeim á þennan viðburð og hjálpast að við að búa til flotta jeppasýningu. Við stillum þeim upp fyrir utan húsið og meðfram götunni þannig að áhugasamir geti komið og skoðað og sparkað í dekk og pælt og spekúlerað. Við eigum eftir að endurtaka þennan leik nokkrum sinnum í vetur þegar við heimsækjum mismunandi bæjarfélög og nú verður keppnis að gera sem flottasta sýningu hverju sinni 🙂
Húsið opnar kl.18:30 og þá verður hægt að byrja að stilla jeppunum upp og gera klárt. Dagskráin okkar hefst svo kl.19 með smá kynningu á vetrarstarfinu frá stjórninni. Í framhaldi af því förum við yfir fræðslu kvöldsins og við hvetjum ykkur til að vera dugleg að taka þátt og spyrja því þannig skapast umræður og allir fá tækifæri til að læra. Inn í fræðsluna fléttast kynning á þeim vörum sem Ísfell hefur uppá að bjóða og stendur fólki til boða að versla þær á góðu verði þetta kvöld. Eftir fræðsluna verður sýnikennsla á splæsingum og allir sem vilja fá að prófa undir handleiðslu reyndra aðila. Líka hægt að koma með sinn eigin spotta og splæsa ef maður vill.
Síðan er bara „sparkídekk“ og tjatt og skoða bíla og það allt saman. Við gefum okkur sirka 2 tíma í þetta en engum verður hent út á slaginu, reiknum þó með að vera ekki lengur að en til kl.22
Eitt að lokum: Við verðum með gestabók á staðnum, viljum biðja alla að kvitta í bókina því okkur langar bara að fylgjast með hversu margir eru að mæta á viðburðina okkar í vetur, til gamans gert 🙂
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, endilega bjóðið með ykkur vinum sem gætu haft gaman af.

Details

Date:
03.09.2024
Time:
19:00 - 21:00
Event Category: