
- This event has passed.
F4x4 Suðurlandsdeild: Stikuferð í Setrið með Umhverfisnefnd F4x4
06.09.2024 - 08.09.2024

Fyrsta ferð starfsársins er að þessu sinni inn í Setur, fjallaskála Ferðaklúbbsins 4×4 sem er staðsettur sunnan Hofsjökuls, við Blautukvíslarjökul, austan Kerlingarfjalla. Lesa má nánar um skálann hér: https://www.f4x4.is/skalar/setrid/
Þetta er svokölluð „stikuferð“ sem er í umsjá Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4 og við í Suðurlandsdeild ætlum að leggja þessu þarfa verkefni lið. Stikaðar verða leiðir í kringum Setrið. Stikun leiða er nauðsynlegur þáttur í náttúruvernd því þetta spornar við utanvegaakstri. Eins hjálpar það okkur að halda leiðum opnum sem ferðast hefur verið um í gegnum tíðina.
Þetta er skemmtileg vinna, tækifæri til að kynnast félagsskapnum og leiðunum í kring um Setrið! Og jú auðvitað fá lambalæri grillað á flottasta grilli miðháledisins!
Skráningu lýkur miðvikudaginn fyrir ferð. https://forms.gle/LLeETXGeeQUwLS8a6
Allir fá eitthvað hlutverk við hæfi þannig að ekki láta það stoppa ykkur ef þið treystið ykkur ekki í að setja niður stikurnar sjálfar!
Miðað við færð þegar þetta er skrifað og veðurspá næstu daga, má reikna með að jeppar af öllum stærðum komist með í þessa ferð en skráning er nauðsynleg vegna undirbúnings.
Það er enginn kostnaður í þessa ferð. Klúbburinn býður upp á gistingu og sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldi gegn virkri þátttöku í ferðinni. Ef svo fer að skráning í ferðina verði umfram gistipláss í Setrinu þá skoðum við aðra gistimöguleika samhliða því, því við viljum að allir komist með sem vilja.
ATH – skráningu lýkur miðvikudaginn 4. september
Brottfaratímar og samflot verður ákveðið um miðja næstu viku þegar við vitum hverjir fara og hvenær fólk getur lagt af stað.
**Mynd í viðburði fengin að láni af síðu F4x4 – tekin í stikuferð 2019