Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fyrirtækjaheimsókn í Bílabúð Benna

janúar 9 @ 18:00 - 20:00

Bílabúð Benna býður meðlimum Ferðklúbbsins 4×4 á sérstaka forsýningu á Musso Grand pallbílnum frá KGM,
fimmtudaginn 9. janúar frá 18-20 á Krókhálsi 9. Léttar veitingar verða í boði.

Musso þarf vart að kynna en hann naut gífurlegra vinsælda á 10 áratug síðustu aldar meðal jeppáhugafólks um land allt. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er óhætt að segja að framtíðin hafi aldrei verið bjartari hjá þessum elsta bílaframleiðanda Suður Kóreu. SsangYong var á árinu 2023 keypt af kóreska stórfyrirtækinu KG og breytti í kjölfarið nafni þessa gamalgróna framleiðanda í kjölfarið í KGM. Árið 2025 mun KGM til að mynda opna nýja söluskrifstofu í Frankfurt í Þýskalandi sem er liður í að styrkja enn frekar stöðu í Evrópu og mun skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini og umboðsaðila.

Helstu kostir Musso:

  • 4×4 með læsanlegum millikassa, háu og lágu drifi
  • Öflug dísel vél sem skilar 202 hö og 440 Nm togi
  • 5 arma gorma fjöðrun sem bætir aksturseiginleika og eykur mýkt
  • Einnig Öflug blaðfjöðrun í boði í sem eykur stöðuleika við þungan burð
  • Fáanlegur bæði bein- og sjálfskiptur
  • Byggður á grind og auðvelt að breyta
  • Getur dregið allt að 3.500 kg og borið allt að 1.025 kg.
  • Tvær palla lengdir í boði
  • Rúmgott og þægilegt innanrými með hárri sæta stöðu, nýjustu tækni og öryggisbúnaði
  • 33″, 35″ og 37″ breytingapakkar í boði

Musso hefur einnig unnið til fjölda verðlauna erlendis undanfarin ár og má þar nefna:

  • 4×4 Magazine 2024: Bestu kaupin í flokki pallbíla
  • Top 50 2024: Besti dísel pallbíllinn
  • Carbuyer 2023: Besti pallbíllinn

Við biðjum þig vinsamlegast um að skrá þig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan ef þú hyggst mæta til að hægt sé að áætla veitingar.

Skráning https://mailchi.mp/8ec1af71b793/4x4club

Details

Date:
janúar 9
Time:
18:00 - 20:00
Event Category: