Ferð nokkra félaga úr félagsskapnum Babu sem er ferðafélag SHS. Fóru flestir af stað um kl 6 á föstudeginum en ég fór af stað um 7 á laugardagsmorgninum. Hitti ég félagana upp úr 9 á Arnarstapa. Síðan var lagt af stað og stefnan tekin upp á tind Snæfellsjökuls. Ekki gekk það nú allveg eftir og urðu menn að hætta við vegna hvers færið var erfitt. Sennilega hefðu við getað komist á toppinn en það hefði tekið mikinn tíma, Þetta var bara hjakk og nokkrir metrar teknir í einu. En upp fóru flestir en við fengum lánaða snjósleða til þess að fara síðustu metrana upp á topp. Í þessari ferð voru 5 bílar, Patrol á 44" L200 á 38" Patrol á 38" Musso á 38" og svo ég á L200 bara á 35" en þau komu bara vel út og komst ég það sem þeir fóru en þurfti að hafa sennilega aðeins meira fyrir því. Hugsa ég að þessi dekk séu allveg sambærileg við 36" dekk en þau heita Toyo MT.
Reyndar eru hugsunin sú að reyna að stækka þau fljótlega.