Farið frá Ísafirði miðvikudag 19-04 og gist í Borgarfirði. Fimmtudagsmorgun var ekið í Húsafell - Kaldadal - Langjökull - Hveravellir - Kerlingafjöll - Setur. Föstudag var farið til baka í leiðinda veðri um Klakksleið og Hrunamannaafrétt. Laugardag var dvalið víðsvegar um suðurland, nokkrir fóru í Þórsmörk, aðrir notuðu daginn til viðgerða. Sunnudag ekið til baka til Ísafjarðar um Þorskafjarðarheiði. Ferðin gekk mjög vel, miðað við ókunnar slóðir ferðalanga. Hringt einusinni í hálendisbókameistara Ofsa á föstudag, sem veitti góðfúsfúslega góðar upplýsingar, og á hann bestu þakkir fyrir.