Um daginn varð svo loksins af því að ég keypti mér jeppa. Bara búinn að vera á leiðinni að kaupa mér einn í 12 ár. Og auðvitað byrjaði ég á því að fá mér Wrangler þó að draumurinn hafi alltaf verið CJ-7. Hann var nú ekki alveg fullkominn en það þýðir bara það að ég get dundað mér aðeins í honum. En svo á bara að reyna að nota út úr þessu sem mest og hafa gaman af.