Keypti þennan fína bíl af vinnufélaga mínum og ákvað að skvera hann aðeins til. Þetta er semsagt Jeep Grand Cherokee Laredo 4.0L með NP 242 millikassa og orginal hásingar. Ég ákvað að fara bara alla leið og skipta út hásingunum fyrir Dana 44 undan 1982 Wagoner, 4,56 hlutföll. Diskalás að framan en ólæstur að aftan. Loftlæsingin kemur næsta sumar. Ég og tengdapabbi dunduðum okkur við þetta í sumarfríinu og kláruðum undirvagninn að mestu. Síðan er hann aftur kominn inn í skúr núna og er verið að sprauta hitt og þetta og ganga frá ýmsu. Þó að svona klárist náttúrlega aldrei...maður er alltaf að betrumbæta eitthvað!