Þetta er bíll sem afi minn Einar Sverrisson smíðaði á þeim tímum þegar bílar munaðarvara og fengu færri en vildu. Bíllinn var skráður með tegundarheitinu "Sverrisson" og var líklega smíðaður einhvertíman upp úr 1950. Efniviðurinn kom úr ýmsum áttum t.d. var vélin úr Chevrolet mjólkurbíl. Húsið var úr timbri. Mér var einhvertíman sagt að hann hefði síðast sérst í döpru ástandi á Stokkseyri eða Eyrarbakka. Ef einhver veit meira um hann má viðkomandi gjarnan senda mér línu á "einar(hjá)ulfur.net"