Fyrsta XJ bílinum breytti ég 1995. Það var tveggja dyra bíll. Helsti útbúnaður þá var. 38" hjól, 3" hækkun. 9 " Ford afturhásing með diskalás 4.57 hlutfall Dana 30 rewers framhásing með 4,55 hlutfalli, 5 gíra beinskiptur, millikassinn NP231 með 2,72:1 hlutfalli og vélin 2.5 L bensín. þessi bíll var 1460 kg tómur og bensínlaus á slitnum 38"mudderum.

1997 uppfærði ég í 4 dyra, 4L, I6 og bæti við til dæmis 9" Ford afturhásingu frá Curry með 31 rillu öxlum, detroit true-track lás fram og aftan, flækjum og mopar vélartölvu, Sjálfskiptingu, Aisin AW4. Þessi bíl var 1620 kg tómur og bensínlaus á slitnum 38"mudderum.

2009 uppfærði ég aftur í 2001 boddí og hækkaði hann um 4” (samtals) og klippti úr fyrir hjól sem geta verið allt að 46" há. Þá setti ég 5.40 hlutföll í hann og Dana 44 framhásingu sem ég hafði 2" breiðari en þá gömlu. Nú nota ég hann á 41" Irok dekkjum og 46" Baja Claw. Bíllinn er 1700 kg tómur og bensínlaus á slitnum 46" tommu hjólunum.