Tjaldvagn á 8 tommu dekkjum er ekki mikið til að ferðast með um hálendisvegi, ákvað þess vegna að setja hann á 13 tommu dekk og loftpúðafjöðrun til að geta haft hann í "orginal" hvíldarstöðu og þurfa ekki að breyta neinu í sambandi við fortjald og undirstöður. Græði þar að auki aukna veghæð sem kemur sér vel þegar ekið er yfir vötn. Ökuhæð kassa er eftir breytingar ca. 68 cm.