Páskaferð Farið á skírdag frá Keldum á 9 jeppum um Rangárbotna inn í Álftavatn. Snilldar veður og færi var svo á föstudaginnlanga og stefnan var tekin á laugina í Hólmsárbotnum þegar þangað var komið freistaði Torfajökull mín svo mikið að ég brósi stungum af einbíla og keyrðum þar upp á meðan allir hinir voru í lauginni, urðum að vísu að fara skítugir í háttinn en það var alveg þess virði : ) síðan var farið aftur í Álftavatn og grillað og gist. Á laugardag var farið í Dalakofa og þaðan vestur Biksléttu og að Krakatind. Þaðan var svo ekin Pálsstígur niður að Valahnjúkum með viðkomu í Hestöldu þar sem upphófst mikil brekkukeppni. Léttustu jepparnir náðu að keyra upp á Hestölduna en það verður að teljast þó nokkuð afrek í snjó því þetta er 230 metra löng brekka með 45° meðalhalla og hækkun upp á hvorki meira né minna en 160 metra.