Fórum á 8 jeppum upp Skálafellsjökul og stefnan tekin á Kverkfjöll - Eftir að færi tók að þyngjast fór framdrif á LC60. Þá var hann tekinn í spotta smá stund en stefnan tekin á Goðabungu. Fórum þaðan í Snæfell. Á sunnudeginum fórum við upp á jökul aftur (fyrstu 5 km voru frekar leiðinlegir - sprungur sem hafði fennt yfir). Þaðan fórum við að kíkja á Humarklónna á Heinabergsfjöllum og aftur niður Skálafellsjökul. Bráðskemmtileg ferð með góðum ferðafélögum.