Planið var að fara á þremur bílum yfir Mýrdalsjökul og inn í Strút helgina 17.-18. Mars. Færið var skelfilegt, mikið púður, og veðrið ekkert spés þ.a. eftir 5 klst. ferð frá þjóðvegi og við enn í GSM sambandi var ákveðið að snúa við og rúlla inn í Hólaskjól í staðinn. Svo átti að sjá til með að fara þaðan inn á Fjallabak. Veður og færð á Sunnudeginum var hins vegar þannig að stefnan var tekin heim á leið og fór dagurinn í að komast heim. Skemmtileg ferð í mesta púðursnjó sem undirritaður hefur lent í.