Gátlistar
Gátlisti hjálparnefndar 4×4
Gátlistinn nær til fatnaðar og bæði sumar og vetrarferða. Einnig eldunaráhalda, snyrtidót, sjúkragögn, verkfæra og varahluta, sumar og vetrarbúnaðar, rötun, fjarskipti, neyðarbúnað og annað
Listinn er góður grunnur til aðlögunar fyrir hvern og einn.
Búnaðarlisti göngumannsins
Algengt er að tvinna saman jeppaferðir og gönguferðir og er þá mikilvægt að vera velbúinn til gönguferða. Ferðafélögin eru með góða gátlista vegna gönguferða.
Útbúnaðarlisti ferðamanna hjá Útivist
Listinn nær yfir helsta útbúnað fyrir gönguferðir, til almenns farangurs, klæðnaðar og matar.