Vorum í Bretlandi í sumar og skruppum upp til Brooklands, þar er flugsafn sem m.a. hefur að geyma eitt stk. Concorde þotu ásamt fleiri gersemum flugsögunnar en þar er einnig fyrsta "owal" brautin sem byggð var í Bretlandi, að mig minnir 1914 og fóru þar fram margir kappakstrar þess tíma. Við vorum svo heppin að á þeim degi sem við vorum þar fór akkurat fram fornbílakappakstur, magnaður fjandi að sjá alla þessa gömlu bíla frá tímabilinu upp úr 1900 vera í tímatöku á braut, finna dekkja og smurolíuilminn og sjá þessa gömlu virðulegu öldunga spretta úr spori.