Óvissuferð Wurth og 4X4 klúbbsins var farin dagana 10-12 mars 2006. Lagt var í hann frá Hrauneyjum að morgni föstudags 10 mars og ekið um Vonarskarð í Gæsavötn og þaðan um Sprengisand með smá útúrdúrum og endað á Mývatni um kvöldið. Gist var á Hótel Gíg föstudags og laugardagskvöld. Laugardagurinn var tekinn snemma og ekið í fylgd félaga frá Húsavík að Dettifossi og síðan um Gjástykki að Vítum og svo þegin kaffisopi og kleinur i skála Húsavíkurdeildar að Þeystareykjum í boði heimamanna. Þaðan var ekið aftur á Mývatn og blásið til mikillar veislu um kvöldið. Á sunnudagsmorgni tvístraðist hópurinn eitthvað, en flestir fóru þó Sprengisand og í Laugafell og þaðan að miðju Íslands og síðan austur með Hofsjökli um Arnarfellsmúla og þar yfir á Kvíslaveituveg.