Markmið Ferðaklúbbsins 4x4

Að standa vörð um ferðafrelsi.

Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.

Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands.

Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.

Að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er við kemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.

Að efla tengsl og kynni félagsmanna.