Sveinbjörn Heiðursfélagi

 

 

Sveinbjörn Halldórsson hefur hlotið nafnbótina Heiðursfélagi Ferðaklúbbsins 4×4. Hann fékk í vor afhentan heiðursgrip áletraðan nafni og merki Ferðaklúbbsins 4×4 honum til heiðurs.

Sveinbjörn Halldórsso n er með félagatalið R-43 sem þýðir að hann er einn af fyrstu félögum klúbbsins, það er vel gert en það er ekki allt!  

Við litum aðeins í baksýnisspegilinn og rifjuðum upp framlag Sveinbjörns í starfi Ferðaklúbbsins 4×4:

  • Í skálanefnd á árunum 1989 til 1993 og vann þar með að uppbyggingu Setursins.
  • Vinna við sýningar; Sjoppustjóri sýningar 1995 og sýningastjóri á sýningum árin 1998, 2008, 2013, 2018 og á 40 ára afmælissýningunni 2023.
  • Í stjórn félagsins á árunum 1994 til 1996.
  • Formaður félagins: 2008 til 2010 og svo aftur frá 2013 til vorsins 2024.

Sveinbjörn var samtals 15 ár sem formaður og stóð á þeim tíma fyrir mögnuðum Stórferðum að ógleymdri ómældri ötulli baráttu fyrir Ferðafrelsinu!

 Á þessum tíma fór þjóðfélagið í gegnum hæðir og dali en hann leiddi félagið í gegnum það allt með glæsibrag!

Stjórn langar fyrir hönd Ferðaklúbbsins 4×4 að þakka Sveinbirni innilega fyrir sitt ómetanlega framlag.

 Ein góð frá Bronco tíma Sveinbjörns (mynd frá Snorra Ingimarss.)

Fh. Félagsins

Aldís Ingimarsdóttir / formaður 2025