Category Archives: Fréttir

Stórferð 2022 Skagafjörður 17/3-20/3

Stórferðin verður að þessu sinni 2022 í Skagafjörð frá fimmtudeginum 17. mars til 20. mars 2022 Gist verður á Hótel Varmahlíð eins verða einhverjir á Bakkaflöt. Hver og einn sér um að panta og ganga frá sinni gistingu. Síminn hjá Hótel Varmahlíð er 453-8170 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið info@hotelvarmahlid.is Verð […]

Reykjavík, félagfundur 10.janúar 2022- fjarfundur

Sælir félagar og gleðilegt ár. Fyrsti fundur ársins í Reykjavík verður mánudaginn 10. janúar 2022 (fyrsti mánudagur eftir þrettándann). Dagskrá er: Innanfélagsmál en þar verður meðal annars sagt frá fyrirhuguðum ferðum á næstunni eins og Þorrablótsferð, Bingóferð og Kvennaferð. Stórferð 2022 sem farin verður í Skagafjörð. Sveinbjörn segir frá ferðinni og opnar fyrir skráningu. Tækninefnd […]

Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 í Skagafjörð

Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður farinn að þessu sinni í Skagafjörðinn. Ferðin verður farinn fimmtudaginn 17 – 20 mars 2022. En reiknað er með að þeir sem ætla að taka þátt komi sér í Skagafjörðin á fimmtudeginum en skipulagðar ferðir hefjast á föstudeginum og verður þá farið í góðan dagsferð upp á hálendið undir leiðsögn félagsmanna […]

Sprungukortspunktar komnir á kortasjá F4x4

Safetravel var að gefa út nýja punkta fyrir sprungukort yfir Vatnajökul. Sjá nánar hér á íslensku https://safetravel.is/sprungukort og hér á ensku https://safetravel.is/crevasse-maps Punktana er hægt að sjá á kortasjá klúbbsins https://f4x4.gis.is með því að fara undir gögn og velja Sprungukort Safetravel allir punktar.

Félagsfundur Reykjavík 6. desember 2021

Sæl Félagsfundur, sem að þessu sinni er fjarfundur (vegna sóttvarnarmála) og verður því streymt út á veraldarvefnum, verður haldinn mánudaginn 6. desember nk. Fundarefni er: Innafélagsmál – stutt samantekt um hvað er helst að gerast þessa dagana. Sagt frá dagsferð Ferðanefndar í nóvember. Kynning á Vindmylluverkefni fyrir Setrinð. Júlía Arnarsdóttir ( auk Halldórs frá Skálanefnd) […]

Ferðanefnd með dagsferð

Ferðanefnd dagsferð 27. nóvember Nýliðar sérstaklega boðnir velkomnir Þessi ferð er miðuð við breytta jeppa, lágmark 38″ dekk Mæting er í Orkuna, Vesturlandsvegi kl. 8:30 og lagt er af stað eigi síðar en 9:00. Kynningarkvöld með spottakynningu verður á Opnu húsi, miðvikudagskvöldið 24. nóvember kl. 20:00 í Múlanum Allir verða að vera vel búnir og […]

Kynning á Ferðaklúbbnum 4×4 nóv 2021

Á mánudaginn 15. nóvemer kl 20,00 höldum við kynningu á Ferðaklúbbnum 4×4. Kynningin er hugsuð fyrir nýtt félagsfólk og væri gaman að sjá sem flesta sem áhuga hafa að kynnast því sem félagið stendur fyrir og er að gera þessa dagana. Kynningin er haldin að Síðumúla 31, bakhúsi (bílastæði bakvið húsið, ekið niður milli Síðumúla […]

Litlunefndarferð í nóvember

Næsta litlunefndarferð verður sunnudaginn 14 nóvember. Farið verður frá Orkunni Vesturlandsvegi kl 9:00, og farið í Veiðivötn. Það þarf að vera lágmark einn  félagsmaður í hverjum bíl. Mikilvægt er að dekk séu góð. Við skoðum dekkinn fyrir ferð. Skráningaform:  https://forms.gle/KGxb5vr7f5Mthjc59  Hér er linkur til að skrá sig í Ferðaklúbbinn 4×4 : https://www.f4x4.is/um-ferdaklubbinn/ganga-i-klubbinn/