Category Archives: Fréttir

Ökum slóðan

Sæl Nú höfum við lagt að stað með átak varðandi það að leiðbeina í ábyrgri ferðamennsku.   Átakið heitir ökum slóðann og er það framlag okkar í félaginu til að sporna við akstri utan slóða en það hefur verið eitt af okkar baráttumálum gegnum tíðina.  Prentað hefur verið út plakat á íslensku og ensku sem við […]

Landgræðsluferð

Helgina 5-7 júní verður farið í Þjórsárdalinn og plantað á svæði Hekluskóga. Nóg er af plöntum svo ekki veitir af sem flestum hjálparhöndum! Gist verður á tjaldsvæðinu Sandártungu og val er um að koma á föstudeginum eða mæta beint í verkið að morgni laugardags. Lagt verður af stað frá tjaldsvæðinu kl 9 á laugardagsmorgni og […]

Aðalfundur 2020 frestun

Sæl Í ljósi fjöldatakmarkana sem í gildi verða í maí og að það er erfitt að fá fólk til að mæta til fundarhalda í sumar, hefur stjórn, að höfðu samráði við flestar deildir félagsins, ákveðið að fresta lögbundnum aðalfundi sem vera átti í maí til loka ágúst 2020. Ný dagsetning aðalfundar er mánudaginn 31. ágúst […]

Félagsfundur Reykjavík 6. apríl – fjarfundur

Sæl Í ljósi stöðunnar þá verður ekki almennur félagsfundur þann 6. apríl hjá okkur í Síðumúla.  Þess í stað ætlum við að halda fjarfund og verður honum streymt á veraldarvefnum. Slóð fyrir fundinn verður sett inn hér síðar. Fyrirhugað er að fundurinn verði í ca 1,5 klst. og hefst útsending kl 20,00.  Útsending verður opinn […]

Reykjavík Stórferðarbjórkvöld Síðumúla 6. mars

Sæl Bjórkvöld ( Stórferðarbjórkvöld ) verður haldið í Síðumúla föstudaginn 6 mars 2020 og hefst kl 20,00 og stendur til 24,00 Tilvalið tækifæri til að hópar í Stórferð hittist yfir einum köldum og eigi spjall. Einnig tilvalið fyrir áhyggjufullir eiginmenn jeppakvenna sem eru á leið í Setrið að gera sér glaðan dag og  örugglega geta […]

Kvennaferð 2020 (6-8 mars)

Kvennaferðina 2020 verður farin helgina  6.-8. mars nk. Nú ( 25/2) eru 16 bílar skráðir til leiks, enn pláss fyrir nokkrar dömur til að slást í hópinn á meðan gistirými leyfir. Fimmtudaginn 27.febrúar ætlum við að vera með kvennakvöld í Múlanum og bjóðum allar jeppastelpur velkomnar, hvort sem þær ætla með í ár eða ekki. […]