Landmælingaferð 24 – 27 júlí 2007
Fór með Þórey frá Landmælingum í ferlaferð á þriðjudegi. Vorum að þvælast þarna suðurundan Hofsjökli. Þetta var hin skemmtilegasta ferð þó hún væri endaslepp þar sem ég missti drifskaft á föstudeginum og við ákváðum að renna þá beint í bæinn en við komum um klukkan tvö um nóttina.