Litlunefndarferð 24. maí

Kaldidalur á Langjökul

Skráning í ferðina er hér https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfSPc3uVC5t-4gorjttdbXvDf159tqLiV9Ns_UpQuP-KjmEgA/viewform

Laugardaginn 24 maí er fyrirhuguð dagsferð með Litlunefnd Ferðaklúbbs 4×4. Þá gefst fólki tækifæri til að reyna sig og sinn jeppa í akstri á krefjandi jeppaslóðum. Með í för verða reyndir jeppamenn á öflugum bílum.
Þessi ferð er opin fyrir alla sem eru á jeppa með hátt og lágt drif og gert er ráð fyrir að allavega einn í bíl sé meðlimur í Ferðaklúbbi 4×4. Hámarksstærð dekkja fer eftir þyngd jeppans. Td. þyngd eins og Landcruiser 120 eða Wrangler á 37″ dekkjum eða minni dekkjum geta komið með í þessa ferð. Þátttakendur þurfa að koma á jeppa í góðu lagi, með gott grip á dekkjum og með nægilegt eldsneyti. Skylda er að geta bundið í bílinn að framan og aftan. Einnig þarf fólk að vera vel útbúið til útiveru, í góðum skóm og skjólfatnaði og með nesti til dagsins.

Mæting á Olís í Mosfellsbæ kl 9:00. Lagt verður af stað kl. 9:30 og komið heim síðdegis sama dag.

Að þessu sinni skellum við okkur á Kaldadal og prófum bílana í brekkunni hjá Jaka á Langjökli.

ATH. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækjum og öllum bilunum eða óhöppum sem geta komið upp á.

Mbk kveðjum Litlanefnd.