Nokkrir félagar fóru í sumarfrí um verslunarmannahelgina og leyfðu fleirum með á Gæsavatnaleið. Það var ekið frá Hrauneyjum í Versali um Nýjadal og inn á Gæsavatnaleið, Flæðurnar í Dreka. Til baka niður á Sprengisandsleið og inn í Laugafell og þaðan um Skagfirðingaleið niður í Skagafjörð. Frábær skemmtun.