Laumaði mér í paraferð í gervi uppblásinnar dúkku og fékk að kóa hjá Danna sem var alger snilld. Fórum af stað í Hvanngil á föstudagskvöldi og lentum í krapa og allskonar skemmtilegheitum. Náðum í skálann kl. sex á laugardagsmorgni. Rifum okkur upp um hádegi og fengum dýrindis sveppasúpu a la Agnes en svo var farið að Álftavatni í frábæru veðri. Við höfðum talsvert fyrir því að komast til baka þar sem árbakki nokkur tafði för en allt kom þetta að lokum. Frábær matur um kvöldið og virkilega fínn skáli. Heimleiðin gekk vel í ágætis veðri og því var ákveðið að fara "Þórsmerkurleiðina" heim. Skelltum okkur yfir Markarfljótið sem var vatnslítið en Krossáin var meiri farartálmi og mikið í henni. Þetta gekk þó allt með lagni. Nokkur smáóhöpp urðu á leiðinni, tveir brotnir öxlar, stýristjakkur, drifloka og svona smávegis eins og fylgir.