Fórum á níu bílum og einu fjórhjóli í átt að Eyjafjallajökli frá afleggjara rétt handan Seljalandsfoss. Færið var alveg hundleiðinlegt eða smá snjór ofan á harðfenni, eða svelli. Tókum nokkra tíma í að komast uppundir jökul en hættum og snerum við þar sem skyggnið var heldur ekki upp á marga fiska. Svona fór um sjóferð þá og ekki er ég að komast á jökul þetta árið.