Sumarhátíðin var haldin á Vík í Mýrdal í samstarfi við jeppaklúbbinn þar, 4x3 á flugi. Það reyndist frábærlega og vel skipulagðir menn þar á ferð. Veðrið lék við okkur, aðeins nokkrar dembur en sól og hiti þar á milli. Það var góð stemning enda mættu um 200 manns. Ég taldi til dæmis bílana sem fóru á rúntinn með heimamönnum á laugardeginum og þeir voru 50 talsins. Virkilega góð skipulagning hjá 4x3 og eiga þeir þakkir skilið.