Ég kom heim úr mælingaferð með Mikka ref á afturdrifinu aðfararnótt laugardags. Meðan ég var að borða morgunmatinn komst ég að þeirri niðurstöðu að ég væri illa haldin af þéttbýlisofnæmi. Með þessa góðu greiningu hringdi ég í snatri í Danna og Jón Ofsa en ég vissi af þeim á þvælingi. Þetta endaði með því að ég keyrði Mikka upp í Borgarnes og var sótt þangað og fór með þeim í nokkra daga. Þegar ofnæmið var orðið þokkalegt fékk ég mér rútufar frá Akureyri í Borgarnes, tók Mikka og rúllaði heim aftur.