Trúðar fóru í ferð, ansi sögulega. For(d)maðurinn sneri í sundur öxul og Setursferðin endaði í Árbúðum. Við Stefanía skruppum uppeftir eftir hádegi á laugardag og eyddum kvöldinu og nóttinni í Árbúðum. Svolítið slæmt veður á sunnudagsmorgninum en ekkert voðalegt. Allur hópurinn renndi niður Kjalveg um hádegi en nokkrir (Þorgeir, Lella, Jón Ingi, ég og Stefanía, Georg, Óli, Frank, Ásrún og Helgi) á 5 bílum ákváðum að fara línuveginn (Skjaldbreiðarveg) á Kaldadal og freista þess að hirða upp smá snjó á leiðinni. Það tókst sko. Þurftum að moka Mosaskarðið og áttum nokkrar festur á leiðinni. Þetta var hörkuskemmtilegur túr. Ég var límd á stýrinu og gleymdi að ég væri með myndavél á löngum köflum en hér kemur eitthvað.