Vetrarhátíð 2025

Laugardaginn 15. mars um kl. 14:00 stendur til að hittast við Þursaborg á Langjökli og halda þar svokallaða Vetrarhátíð F4x4.
Hugmyndin er að slá upp veislu og almennum jeppahitting á Langjökli, nánar tiltekið við
Þursaborg.

Grillveislan og fjörið hefst klukkan 14.00 við Þursaborg.

Boðið verður upp á pylsur og grillspjót ásamt drykkjum og einhverju góðgæti.

Ekki er um skipulagða ferð að ræða, heldur einungis grillveislu og partý á jöklinum, því
verða þátttakendur að koma sér sjálfir á staðinn og vera sjálfbærir um
leiðarval.

Klúbburinn gefur út leiðir sem hægt er að styðjast við og eru utan merktra sprungusvæða, en hópar
ferðast á eigin ábyrgð.

Aðalstyrktaraðili viðburðarins er Arctic Trucks og þau bjóða þeim sem hefja ferðina frá
höfuðborgarsvæðinu upp á kaffi og vínarbrauð á laugardags morgun frá 8. brottför-9.30.

Fólk leggur svo af stað þaðan tímanlega en á eigin vegum.

Arctic Trucks setja upp tjöld og bjóða félagsmönnum upp á veitingar.

Aðalstyrktaraðili klúbbsins Olís ætlar að bjóða sérkjör á eldsneyti í tilefni ferðarinnar, það verður kynnt sérstaklega

Skilyrði fyrir þátttöku í grillveislu er að fólk skrái sig í ferðina og óskum við eftir því að skráning
fari fram í hópum. Þetta er gert til þess að hægt sé að áætla umfang viðburðar
og magn veitinga.

Hópur samanstendur af 2 jeppum eða fleirum, og sér tengiliður hóps um að skrá sinn hóp og
jafnframt vera samskiptaraðili við aðstandendur ferðarinnar.

Nauðsynlegt er að tengiliður sé vanur fjallaferðum og akstri á jökli, eins þarf tengiliður að
vera með VHF talstöð og GPS tæki, og kunna á notkun þeirra tækja.

– Það er því upplagt að fara að tala við félagana og hópa sig saman.

skráning:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdp3dzZZJePtwzBGXin1kZmJaMsR393cfNCoI-lqjc4VAv3AA/viewform?fbclid=IwY2xjawIqXvtleHRuA2FlbQIxMAABHSHuRB38_4AP9L6c9cc6HFT7WhDc3_z_P_uvtCLFWG-bKP6afErZJlmc5g_aem_o0xa_Nee3DzWilB95nJTjw