Það var hringt í mig kl 8 á laugardagskvöldinu og sagt að óskað væri eftir mönnum sem væru til í að koma með varahluti og bensín og ákváðum við félagarnir að slá til. Fórum á 3 bílum Hilux 38", Runner 38" og LC80 44". en svo var ekki vitað með varahluti þannig að við fórum bara með bensín. Lögðum af stað kl 23:30 á laugardagskvöldið og átti ferðin ekki að taka nema um 4 tíma en endaði í tæplega átta tíma barsli. vorum komin upp í skála tæplega 8 leitið. Brjálað veður var á leiðinni og uppá hellisheiði ætlaði ég að snúa við ákvað ég láta reyna á þetta. En á sunnudeginum var frábært veður og vorum við komin heim um 20:00 sunnudeginum (mjög þreytt öll). Tjékk it át