Category Archives: Fréttir

Nýliðakynning

14. október 2019 kl 20:00 Fyrir nýtt félagsfólk verður nýliðakynning á Ferðaklúbbnum 4×4 í Síðumúla 31 (gengið inn frá porti fyrir aftan húsið). Allir velkomnir sem vilja heyra almennt um klúbbinn! Dagskrá verður nokkurn veginn svona : Kynning á Feðaklúbbnum 4×4 Vetrarstarfið 2019 til 2020 Næsta nýliðaferð Spjall og hressing

Litlanefnd – októberferð

Næsta ferð Litlunefndar F4x4 verður sunnudaginn 20. október. Ferðin er eingöngu fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”. Mikilvægt er að hafa staðgott nesti, góðan klæðnað, lyf, góða skapið og einhverja afþreyingu fyrir yngstu meðlimina ef ferðin skildi ílengjast eithvað. Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar […]

Félagsfundur Reykjavík 7. okt 2019

Félagsfundur verður haldinn í Síðumúlanum mánudaginn 7.október 2019, kl 20,00 Dagskrá fundarins: Innanfélagsmál. Nýliðnar ferðir, fræðslufundir í okt ofl. Árshátíðin kynning og upphaf sölu. Myndavél í Setrinu. Sagt frá stöðu mála. Litlanend segir frá síðustu ferð og kynnir næstu ferð. Guðni Ingimarson ; Erindi um stýriseiginleika og stífur. Jeppakynning / Fræðsluerindi: Dodge 44”   Kaffi […]

Árshátíð 4×4 Hótel Örk 2019

ÁRSHÁTÍÐ 4X4 ~ 2019 Árshátíðin verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði þann 2.nóvember nk.   DAGSKRÁ: 16-18 Happy hour á barnum á Hótel Örk 18-19 Fordrykkur 19-22 Borðhald, skemmtidagskrá með tónlistarívavi, fjöldasöng og fjöri 22-01:30 Dansleikur með stuðhljómsveitinni Hobbitunum og Föruneytinu frá Suðurnesjabæ   MATSEÐILL: Léttsteiktur humar á salatbeði, marineraðir tómatar og sítrónusósa Grilluð […]

Vinnuferð í Réttartorfu

Skálanefnd Eyjafjarðardeildar 4×4 boðar til vinnuferðar í Réttartorfu helgina 27-29 september Það er áætluð brottför frá Skeljungi/Orkan föstudaginn 27.september kl.18.30 og fyrir þá sem vilja eða komast ekki á föstudaginn þá er brottför á laugardagsmorguninn 28.september kl.09.00 frá Skeljungi/Orkan. Félagar eru beðnir um að skrá sig hér á síðuni eða Facebook-síðu Eyjafjarðardeildar 4×4 í síðasta […]

Litlanefnd í september 2019

Litlanefnd F4x4 hefur frestað ferðinni til sunnudagsins 29. september. Ferðin er fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”. Farið verður Hungurfit sem er með fallegri leiðum á Fjallabak syðri. Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar Orkunar (Vesturlandsvegi) kl 8 og lagt af stað 8:30 og stutt […]

Hústrukkaferð FRESTAÐ

Góða hústrukkafólk Veðurguðirnir ætla ekki að vera okkur hagstæðir þetta haustið. Veðurspáin á laugardaginn 14. sept er þess eðlis að við sjáum okkur ekki annað fært en að fresta haustferð hústrukka um óákveðinn tíma. Vonandi kemur “gluggi” eins og svo oft á haustin, sem við getum nýtt okkur. Við komum til með að vakta veðurhorfurnar […]

Vinnuferðir í Setur haust 2019

Eins og fram kom á síðasta fundi er búið að skipta út eldhúsinnréttingu í Setrinu.  Glæsileg innrétting er komin upp.  Framundan eru nokkrar vinnuhelgar þar sem meðal annars verður settu neyðaropnunarhurð á “húsvarðarherbergið”, neyðarstigi og opnanlegt fag á viðbyginguna, auk þess sem fyrirhugað er að skipta út opnanlegum fögum. Það væri mjög gott að fá […]