Fórum á tveimur bílum inn á Lyngdalsheiði upp á Vestari Hagafellsjökul inn í Þursaborg. Hádegismatur. Norðan Fjallkirkju niður í Þjófadali. Þar er Fúlakvísl sem er erfiður farartálmi, opin, háir bakkar og vatnsmikil. Þaðan tókum við stefnuna inn að Kjalfelli og suður hraunið í Hvítárnes. Yfir brúnna og stefnt í Skálpanes aftur upp á jökul og inn á línuveg norðan Skjaldbreiðar og niður á Þingvöll.