Farið var í smá viðvaningaferð uppá Ljárskógarfjall þann 9/1. Þar voru ég og fjórir aðrir misvanir jeppamenn á hálfbreittum bílum og tveir alvanir jeppamenn á fullbreittum bílum. Lagt var af stað klukkan 11 á björtum og fallegum sunnudagsmorgni, frá Búðardal og keyrt innað Leysingjastöðum þar sem við freistuðumst til að fara upp hlíðina þar, en vegna snjóleysis og hættu á landspjöllum var snúið við að Ljárskógum og keyrt þar fram troðninginn að Ljárskógarvötnum. Þar var komin nægur snjór til að hleypa úr og fara að leika sér. Ókum við fram að Rjúpnafelli í frekar þungu en mjög sérstöku færi, þar sem 35" bílarnir voru að gera það miklu betra en 38" bílarnir. Þegar komið var fram í myrkur eða eftir 8 tíma var komið heim í Búðardal aftur eftir mjög skemtilega og viðburðarríka ferð.