Þessar myndir eru teknar á leið á Landsfund haustið 2000, flestar þó á heimleiðinni. Við fórum Kerlingarfjöllin í Setrið, en vorum svo samferða Suðurnesjamönnum heim og lentum í þó nokkru brasi. Aðallega voru það árnar sem voru okkur farartálmi, það hafði skafið út í þær um nóttina í brjáluðu veðri og á þeim var c.a. 20 cm. ís sem hélt engu.