Farið var á 12 bílum að stika restina af Búðarhálsinum, svo frá Kvíslaveituveg að Sóleyjarhöfðavaði, síðan var grillað í Nýjadal dýrindis lambalæri og kartöflur í boði klúbbsins. Á sunnudeginum var stikaður vegur sem ég man ekki alveg hvar er en liggur sunnan Nýjadals hvort það sé um Háumýrarkvísl, það kemur kannski seinna en þetta var afar fjörug og skemmtileg ferð og þakka ég þeim sem komu kærlega fyrir hjálpina og ferðina yfir höfuð.