Fimmtudaginn 20 lögðu nokkrir bílar af stað til Árbúða þar sem búið var að ákveða að hafa næturstað á leið í Setur þar sem halda átta Þorrablót Suðurnesjadeildar. Ferðin breyttist eftir því sem á leið og fór svo að við enduðum á Hveravöllum í seinni tilraun. Nokkrir bílar bættust í hópinn á föstudagskvöld og voru þetta allt í allt 15. bílar. Á sunnudeginum var haldið heim á leið og fóru 11 bílar í norðurátt og 4 ætluðu að gera tilraun við að fara yfir jökulinn.