"Nýji" jeppinn. Þarf smá aðhlynningu, er nokkuð góður að mörgu leiti. Þyrfti t.d. að losna við þessa ljótu gylltu rönd. Þetta er semsé Jeep Cherokee árg.´91 4.0ltr með flækjum. Á 35" dekkjum, loftlæstur að framan og aftan, sennilega á 4,88 hlutföllum. Loftstýrðir demparar allan hringin. Loftpúðar með fjöðrum að aftan.
Þarf að ryðbæta toppinn á honum, laga loftpúðana að aftan og setja í hann teppi.

Hann fór svo í gagngerar endurbætur á vormánuðum 2011

Ég reif allt innanúr honum, fyrir utan mælaborð. Setti nýtt teppi, ryðbætti toppinn, ryðbætti botnin, ryðbætti sílsa, skipti um bensíntank, skipti um loftpúða að aftan, skipti um hurðarhúna, skipti um topprennur, málaði allan bílinn og margt fleira. :)