Fórum á 7 bílum með 22 fullorðna, 3 börn og 2 hunda frá Skálafellsjökli og inní Grimsfjall með viðkomu skammt frá Esjufjöllum þar sem við skildum einn garp eftir á skíðum. Farið var á laugardagsmorgni út úr bænum og keyrt eftir þjóðvegi nr. 1 austur að Smyrlabjörgum. Þar komum við okkur fyrir í frábærum aðbúnaði hjá Laufeyju og kíktum upp á jökulinn. Á sunnudagsmorguninn var svo farið á "Fjallið". Frábært veður og skemmtileg ferð. Jökullinn var frekar þungur, blautur og ójafn. Afturdrif fór í einum Hilux nokkra kílómetra frá skála og fór hann á framtönnunum restina af ferðinni. Þegar við komum niður af jökli kom í ljós að Cherokee hafði grindarbrotnað í látunum og svo stiknaði afturdrifið í sama bíl rétt fyrir utan Selfoss á leiðinni heim... semsagt góð ferð!!