Eyjafjarðardeild dagsferð

Laugardaginn 28.janúar 2012 verður farin dagsferð á vegum ferðanefndar Eyjafjarðardeildar f4x4. Ætlunin er að aka upp á Torfufell (eða eins langt og bílar drífa og ganga svo afganginn). Vatnahjallavegur verður ekinn og þess vegna betra að vera á negldum hjólbörðum. Lagt verður af stað frá Shell Hörgárbraut kl. 9.00. Nánari upplýsingar og fréttir af veðri og færð birtast á spjallvef.

Ferðanefnd Eyjafjarðardeildar

 

Skildu eftir svar