Árleg uppgræðsluferð ferðaaklúbbsins var 7. júní. Farið var að venju í Núpsskóg. Nóttina áður höfðu nokkrir félagsmenn komið sér fyrir í bækistöðvum á tjaldsvæðinu í Sandártungu.

Aðal uppgræðslusvæðið er við Þórðarhöfða og Núpsskóg, skammt norð-austur af Sandánni. Þarna skammt frá var áður bærinn Sandártunga.

Skráðir voru um 14 í ferðina og mætti þarna einvala lið hörkuduglegra skógarmanna.
Plantað var 670 birkiplöntum, dreift um 4 kílóum (svona sirka) af birkifræi og um 700 kg af áburði.

Sannkallað úrvalsveður var þessa helgi. Á leið í grillið, eftir vinnu á laugardeginum, var stoppað stuttlega við upphaflega uppgræðslusvæðið, þar sem klúbburinn stoppaði rof kringum einu torfuna sem eftir er af upphaflegum skógi þarna á söndunum.

Grillað var í dagslok á tjaldsvæðinu í Sandártungu, lamb og meðþví. Vel var veitt og tókst sérstaklega vel til.

Mjög yndislega ferð í góðum hópi. Allir ánægðir með dagsverkið í dagslok. Umsjón með ferðinni hafði umhverfisnefndin.