Fórum á 5 fjallabifreiðum föstudaginn 3. mars í Kerlingafjöll (konufjöll) og gistum þar nóttina. Lítið var um snjóinn en félagsskapurinn reddaði þeim degi. Skyggnið var sæmilegt en snjókoma var seinni parts dag en þá vorum við í heitum skála með öfluga kamínu og eldivið. Á sunnudeginum þegar ræst var, blasti blár himin við og allnokkur vélsleðahljóð þar sem um 40 - 50 sleðamenn höfðu bækistöðvar í Konufjöllum. Haldið var til Seturs frá Konufjöllum og þar á leið lenti ég í smá lækjarholu sem var síðan 1.7 m á dýpt... Eftir skoðunarferði í setrið fórum við meðfram Þjórsánni niður að Sultartanga þar sem ferðin endaði. Snjóþyngd var mikil frá setrinu og niður að sultartanga, púður og ágætis dýpt þó svo að hraun hér og þar stóð uppúr. Annars frábær jeppaferð með engum bilunum og frábærum félagsskap.