Eftir að hafa skipulagt að fara í miðjuferðina frægu með stjórn F4x4 breyttist skipulagið talsvert. Fór með TNT og Jóni upp Kjöl, hittum Benna og endaði daginn á Hveravöllum og eftir góða legu í lauginni fram eftir nóttu var lagt af stað að Langjökli morguninn eftir. Það varð svo björgunarleiðangur úr þessu og heppnaðist hann mjög vel, allir komust heim og enginn bíll skilinn eftir á fjöllum.
Fleiri myndir í myndasafninu.